Dúkarabandið með jólasmellinn í ár

Aðdáendur Dúkarabandsins hafa beðið lengi eftir nýju lagi með sveitinni. Þeir geta þó fljótlega andað léttar því afrakstur tveggja mánaða sleitulausrar stúdíóvinnu verður opinberaður í vikunni.

Dúkarabandið sendir nú frá sér jólasmellinn “Heimþrá” sem frumflutt verður á Útvarp Suðurland á fimmtudaginn, 15. desember kl 15.

Hljómsveitin hefur dvalið í stúdíói á höfuðborgarsvæðinu í um tvo mánuði að vinna að útgáfu þessa jólasmells en lag og texti er eftir Guðbrand Jónsson gítarleikara og söngvara.

Vonast hljómsveitin eftir því að aðdáendum líki við þennan nýja jólasmell frá Dúkarabandinu.