Dirty Deal í Græna herberginu

Hljómsveitin Dirty Deal heldur tónleika í Græna herberginu í Lækjargötu 6a í Reykjavík í kvöld, 1. desember kl. 22:00.

Dirty Deal eru án efa öflugasta band landsins þegar kemur að FunkyGroove tónlist. Þarna eru saman komnir atvinnumenn úr hinum og þessum áttum og hljómsveitum sem eiga það sammerkt að hafa brennandi áhuga fyrir sinni uppáhalds tónlist. Þú verður hreinlega að koma og sannfærast ef þú hefur ekki séð Dirty Deal á tónleikum.

Aðgangseyrir er aðeins 1500 kall.

Jólabjórinn flæðir úr öllum dælum og grúvið af sviðinu.