Daði og Gagnamagnið í úrslitin

Daði Freyr Pétursson og hljómsveit hans, Gagnamagnið, komust í kvöld í úrslit Söngvakeppninnar 2017 eftir frábæra frammistöðu á sviðinu í Háskólabíói.

Daði og Gagnamagnið slógu algjörlega í gegn með lagið Hvað með það?. Þau verða því á sviðinu næstkomandi laugardag þegar úrslitakvöldið fer fram í Laugardalshöllinni.

Atriðið er sunnlenskt í gegn en Gagnamagnið skipa þau Árný Fjóla Ásmundsdóttir, Jóhann Sigurður Jóhannsson, Hulda Kristín Kolbrúnardóttir, Sigrún Birna og Stefán Hannesson.

Fyrri greinTap í fyrsta leik Gríms og Árna Steins
Næsta greinÆgir steinlá gegn Vestra