Daða-peysurnar komnar í forsölu

Tónlistarmaðurinn Daði Freyr Pétursson sendi frá sér mikilvæga yfirlýsingu í lagi í dag þar sem hann tilkynnti að peysur eins og þær sem hann og Gagnamagnið klæddust í Söngvakeppninni væru komnar í forsölu.

Daði Freyr og Gagnamagnið slóu í gegn í Söngvakeppninni í vetur og vöktu peysurnar mikla athygli og var strax ljóst að margir vildu eignast slíka flík.

Nú er hægt að panta peysurnar á Dadifreyr.is en bráðlega verða þær einnig fáanlegar í Icewear.

Daði Freyr hannaði merkingarnar sjálfur, en þær verða saumaðar á peysurnar og aðdáendur geta valið hvort þeir vilja fá mynd af Daða, Árnýju, Sigrúnu, Jóa, Stefáni eða Huldu.

Fyrri grein„Ég er bifvélavirkinn, en ekki ökuþórinn“
Næsta greinKristín Viðja í hópi tíu efstu í Nótunni