Comedy klúbburinn opnar útibú á Fróni

Comedy klúbburinn opnar útibú á skemmtistaðnum Fróni á Selfossi í kvöld með heljarinnar uppistandi sem hefst kl. 22.

Opnunin er hluti af Iceland Comedy Festival 2014, en Comedy klúbburinn var formlega stofnaður í Reykjavík í fyrrahaust.

Grínistarnir sem koma fram í kvöld eru Sigurður Anton Friðþjófsson, Ólafur Freyr Ólafsson, Andri Ívarsson, Snjólaug Lúðvíksdóttir, Dísa Bjarnadóttir og Rökkvi Vésteinsson.

Að sögn Rökkva hefir Comedy klúbburinn komið nokkrum sinnum fram á Fróni á síðustu mánuðum og gengið vel. „Við verðum síðan alltaf með mánaðarleg Tilraunauppistönd á Fróni og væntanlega einhver stærri uppistönd með stærri grínistum þegar við erum búin að byggja upp uppistandshefðina á Selfossi.

Fyrri greinEnn unnið á óvissustigi
Næsta greinHimnesk pizza