Bryndís og Folarnir á Spot í kvöld

Söng- og leikkonan Bryndís Ásmundsdóttir í Hveragerði er komin á stjá með súpergrúppu á sínum vegum. Bandið nefnist Folarnir og munu þau stíga á stokk á Spot í Kópavogi í kvöld.

Folarnir, eru valinkunnir reynsluboltar úr bransanum, þeir Gunnar Þór Jónsson gítarleikari úr Sóldögg og Skítamóral, Páll Sveinsson trommari úr Í svörtum fötum, Jón Örvar Bjarnason bassaleikari úr Landi og sonum og Ríkharður Arnar hljómborðsleikari úr Karma.

Bandið er í hljóðveri þessa dagana að taka upp sinn fyrsta smell en eins og fyrr segir munu Bryndís & Folarnir stíga á stokk á skemmtistaðnum Spot í Kópavogi í kvöld.