Aragrúi í þriðja sæti – Hulda besti söngvarinn

Hljómsveitin Aragrúi frá Selfossi varð í 3. sæti í Músíktilraunum en úrslitakvöldið fór fram í Silfurbergi í Hörpu í kvöld. Hulda Kristín Kolbrúnardóttir, söngkona Aragrúa, var valin besti söngvari tilraunanna.

Aragrúi var ein þriggja hljómsveita sem komst í úrslit Músiktilrauna á aukavali dómnefndar að loknum öllum undankvöldunum.

Keppnin í kvöld var gífurlega jöfn og var eftirtektarvert hversu vel böndin stóðu sig. Auk Aragrúa lék hljómsveitin Glundroði frá Selfossi á úrslitakvöldinu.

Sigurvegari Músíktilrauna í ár var rafdúettinn Vök frá Hafnarfirði.

Fyrri greinÆgir fékk skell – Stokkseyri tapaði
Næsta greinTíu marka tap í lokaleiknum