ÁMS stjórnar gleðinni í kvöld

Hljómsveitin Á móti sól leikur á fjögurra ára afmælishátíð Hvítahússins á Selfossi í kvöld.

Þessi afmælishátíð er orðinn árlegur viðburður í skemmtanalífi sunnlendinga, en Á móti sól hefur stjórnað gleðinni í öllum afmælisveislum staðarins.

Þeir sem mæta fyrir kl. 01 fá skemmtilegan glaðning með miðanum. Síðan verður allt vaðandi í tilboðum við langborðið og einhverjir leynigestir láta sjá sig.

Fyrri greinGilitrutt og Valgeir á Sólheimum
Næsta greinÖkumenn fari gætilega