Alvöru réttaball á Borg

Langt er síðan síðasta réttaball var haldið í félagsheimilinu Borg í Grímsnesi en í kvöld blása heimamenn til alvöru réttaballs þar.

Þar mun hljómsveitin Money sjá um tónlistina en í röðum Money eru nokkrir tónlistarmenn sem starfað hafa í hljómsveitinni Sixties. Plötusnúðurinn og eðaltöffarinn, Eyþór Jónsson, mun þeyta skífum í hléi á þessu kraftmesta og flottasta sveitaballi ársins (segir í tilkynningu).

Húsið opnar kl. 23 og aðgangseyrir er 1500 krónur.

Fyrri greinNördadagur á Stofunni
Næsta greinLandeyjahöfn opnuð á morgun