Afmælishelgi í Hvíta

Skemmtistaðurinn Hvítahúsið á Selfossi fagnar 3 ára starfsafmæli um helgina.

Af því tilefni verður allsherjar afmælishátíð alla helgina ásamt því að Hvítahúsið samfagnar með öllum þeim sem voru að ljúka jólaprófum.

Fyrsti í afmæli er í kvöld, föstudagskvöld en þá verður 16 ára ball með Ingó og Veðurguðunum, Gumma Tóta og DJ Búna.

Á laugardagskvöld er svo jólapróflokaball með Á móti sól, Haffa Haff og DJ Búna. Þetta er í fjórða sinn sem snillingarnir í ÁMS spila á þessu jólapróflokaballi og alltaf fyrir fullu húsi. ÁMS spilaði einmitt á eftirminnilegu opnunarkvöldi Hvítahússins þann 15. desember 2007 og því viðeigandi að þeir spili í þessari afmælisveislu.

Þeir sem mæta fyrir miðnætti á laugardagskvöld fá glaðning frá Tuborg en auk þess verður 2 fyrir 1 á barnum til miðnættis.

Fyrri greinEnn ekki útséð um tjón
Næsta greinForsala á fimleikasýningu