Á toppnum þriðju vikuna í röð

Þriðju vikuna í röð er sunnlenska hljómsveitin Kiriyama Family í efsta sæti Vinsældalista Rásar 2 með lagið Weekends.

Listinn var kynntur í dag en hljómsveitin hefur verið með lagið Weekends í ellefu vikur á listanum.

Elíza Newman fer úr fjórða sætinu í það annað með lagið Stjörnuryk og í þriðja sætinu er lagið Stutt skref með hljómsveitinni Moses Hightower.

Íslenska þjóðin tekur þátt í vali Vinsældalista Rásar 2. Sighvatur Jónsson kynnir nýjan lista á laugardögum milli klukkan 16 og 18. Listinn er endurfluttur á sunnudagskvöldum frá klukkan 22 til miðnættis.

.