800Bar styrkir Soroptimistaklúbb Suðurlands

800Bar á Selfossi mun frá og með deginum í dag og til 14. desember gefa 100 krónur af hverjum seldum Víking jólabjór til styrktar Soroptimistaklúbbi Suðurlands.

Eitt af stærstu verkefnum Soroptimistaklúbbsins ár hvert er að styrkja börn á Suðurlandi fyrir jólin með jólapakka sem oftast inniheldur kuldagalla, kuldaskó og leikfang. Þörfin hefur aukist hverju ári. Mun þessi styrkur frá 800Bar fara beint í þetta verkefni.

Það verður mikil jólastemmning á 800Bar í dag og fram að jólum. Viðskiptarvinum verður boðið upp á eggjapúns í boði hússins á ákveðnum tímum og Irish Coffe með kanil Whiskey verður sérstök viðbót fram að jólum.

Þá verður lifandi tónlist allar helgar fram að jólum og frítt inn. Eyjólfur Kristjáns verður í húsinu dagana 6. og 7. desember en lifandi tónlist er á barnum allar helga. Hægt er að fylgjast með dagskrá staðarins á Facebook.

Fyrri greinKveikt á jólaljósunum í kvöld
Næsta greinFjögur verkefni fengu menningarstyrk