25 typpi hlupu um Laugarvatn

Það var líf og fjör á Laugarvatni þegar útskriftarnemar Menntaskólans að Laugarvatni dimmiteruðu í síðustu viku.

Búningar útskriftarnemanna voru sérlega frumlegir þetta vorið en 25 typpi sprönguðu um ganga skólans að morgni miðvikudags.

Hópurinn skemmti sér hið besta við ýmis uppátæki yfir daginn en um kvöldið snæddi hann kvöldverð á veitingahúsinu Lindinni ásamt lærimeisturum sínum og öðru starfsfólki skólans.

Síðustu próf í ML eru 19. maí og útskrift frá skólanum þann 29. maí.