Þrjú sunnlensk bönd í Músíktilraunum

Þrjár sunnlenskar hljómsveitir taka þátt í Músíktilraunum 2013 sem hefjast á sunnudagskvöldið í Silfurbergi í Hörpu.

Sunnlensku sveitirnar eru Glundroði frá Selfossi, sem komst í úrslit í fyrra og Aragrúi frá Selfossi, sem spilar rokkblandaða krúttpoppblómanýbylgju með smá lopapeysufíling. Auk þeirra eiga Hvergerðingar fulltrúa í hljómsveitinni White Signal.

White Signal stígur á stokk á sunnudagskvöldið, Glundroði á mánudagskvöldið og Aragrúi á þriðjudagskvöldið. Síðasta undankvöldið er miðvikudaginn 20. mars og úrslitakvöldið er laugardaginn 23. mars.

Allar upplýsingar er að finna á www.musiktilraunir.is og þar er líka hægt að hlusta á lög með öllum þátttakendum.

Fyrri greinFimm á sjúkrahús eftir bílveltu
Næsta greinListi Bjartrar framtíðar tilbúinn