Þrjú atriði áfram í USSS

Á dögunum fór undankeppni söngvakeppni Samfés á Suðurlandi (USSS) fram á Hótel Örk Hveragerði. Þar kepptu fulltrúar tíu félagsmiðstöðva af Suðurlandi um þrjú sæti í úrslitakeppninni sem fram fer í Laugardalshöll í byrjun mars.

Atriðin þrjú sem komust áfram voru frá félagsmiðstöðinni Zero á Flúðum, Zelsíuz á Selfossi og Tvistinum Hvolsvelli.

Dómnefnd kvöldsins skipuðu þau Guðmundur Bendiktsson tónlistarmaður, Bryndís Ásmundsdóttir leik- og söngkona og Berglind María Ólafsdóttir nemi og söngkona.

Troðfullur salur var á Örkinni og að keppni lokinni stigu sunnlenskir unglingar trylltan dans við stuðtónlist Stuðlabandisins og DJ Ella.

Keppnin og ballið fóru vel fram og eiga sunnlenskir unglingar hrós skilið fyrir frábært kvöld.

Fyrri greinHreint hjarta með fjórar tilnefningar
Næsta greinSendiherra ESB heimsótti Hvolsvöll