Þriðja vika Kiriyama Family á toppnum

Sunnlenska hljómsveitin Kiriyama Family heldur toppsæti Vinsældalista Rásar 2 þriðju vikuna í röð með lagið „Apart“.

Listinn var kynntur í gær en Apart hefur verið á listanum undanfarnar sjö vikur, þar af síðustu þrjár í toppsætinu.

Reggísveitin Amaba Dama er enn í öðru sætinu með lagið Hossa Hossa og í því þriðja er hljómsveitin Hjálmar með lagið Lof.

Hvati kynnir 30 vinsælustu lög Rásar 2 síðdegis á laugardögum og aftur á sunnudagskvöldum en einnig er hægt að hlusta á listann í Hlaðvarpi RÚV.

Hlustendur geta tekið þátt í vali listans með því að kjósa hér.

Fyrri greinVitlaust að gera í humri í Þorlákshöfn
Næsta greinMikil sala á íslensku skyri til útlanda