Þjóðhátíðarupphitun í Hvíta

Hvítahúsið á Selfossi og Tuborg blása til fimmtu Þjóðhátíðarupphitunarinnar í Hvítahúsinu í kvöld kl. 23.

Gleðin hefst með léttum lögum í salnum og er frítt inn til kl. 01 en þá fylgir með glaðningur frá Tuborg auk þess sem gestir geta átt möguleika á að vinna Þjóðhátíðarpakka, í dalinn, Herjólf og tjald með öllu tilheyrandi.

Ingó mætir með gítarinn og Sverrir Bergmann lítur við og tekur sín bestu lög ásamt Þjóðhátíðarlaginu í ár. DJ Ívar mun svo loka kvöldinu með öllum bestu lögunum í hita og svita.