Tómas Ellert: Gunnar er í framboði til að mæta eftirspurn!

Á kjörtímabilinu sem nú er að líða hefur margt áunnist í starfi bæjaryfirvalda í þágu íbúa sveitarfélagsins. Gunnar Egilsson hefur lagt sitt af mörkum í því starfi.

Undirritaður er einn af þeim sem lögðu hart að Gunnari að halda áfram störfum í þágu íbúanna. Ástæðan fyrir því er einföld. Gunnar hefur sýnt svo ekki verður um villst hvílík hamhleypa hann er til verka og leggur sig hart fram ef þörf er á að leysa verkefni hvort sem þau eru stór eða smá. Innsýn hans í verklegar framkvæmdir er hreinlega það dýrmæt fyrir sveitarfélagið að ekki má missa slíkan mann úr því starfi.

Að auki þá eru höfuðkostir Gunnars þeir að hann kemur til dyranna eins og hann er klæddur og kemur heiðarlega fram. Þannig mann vil ég hafa í forystusveit Sjálfstæðisflokksins í Árborg. Styðjum Gunnar í 2. sætið.

Tómas Ellert Tómasson, verkfræðingur