Til unga fólksins í Árborg!

Við í D-listanum viljum skýra framtíðarsýn fyrir ungt fólk og fyrir komandi kynslóðir í Árborg. Hjá D-listanum er öflugur hópur af ungu fólki sem er tilbúið að bera ábyrgð og vera rödd ungs fólk í bæjarmálunum.

Framtíðarsýn D-listans er skýr. Við viljum skýra stefnu í skólamálum og tryggja að allir hafi val um tómstundastarf sem hentar. Við viljum tryggja velferð ungs fólks í sveitarfélaginu og koma í veg fyrir að komandi kynslóðir framtíðarinnar verði yfir skuldsettar. Við vitum að umhverfismálin skipta okkur öll máli og því viljum við taka stórt skref umhverfismálum með því að innleiða heimsmarkmiðin og vera með sjálfbærar lausnir. Við viljum stuðla að því að Árborg verði góður staður til að búa á og stofna fjölskyldu. Þess vegna viljum við tryggja meiri og fjölbreyttari atvinnu á svæðinu, setja skýra atvinnustefnu og leggja áherslu á nýsköpun og skapandi hugsun. Við viljum tryggja fjölbreytta búsetukosti og tryggja íbúðir í öllum stærðum fyrir fjölskyldur.

Nú líður að kosningum og ungt fólk á raunverulegan möguleika á að eiga sinn fulltrúa innan bæjarstjórnar. Sveinn Ægir er fulltrúi D-listans til bæjarstjórnar en hann er 24 ára gamal og hefur það ekki gerst að einstaklingur undir þrítugt hafi setið í bæjarstjórn síðan D-listinn átti síðast ungan fulltrúa kjörtímabilið 2002-2006. Ef ungt fólk vill í raun eignast sinn málsvara innan stjórnkerfis er mikilvægt að mæta á kjörstað og kjósa.

Ungt fólk – ekki sitja heima og leyfa öðrum að velja hvernig sveitarfélaginu okkar er stjórnað. Taktu þátt í að móta Árborg okkar allra.

Frambjóðendur D-listans,
Sveinn Ægir Birgisson 24 ára,
Gísli Rúnar Gíslason 20 ára
og Esther Ýr Óskarsdóttir 24 ára.

Fyrri grein„Við tökum stigið og virðum það“
Næsta greinLíf og fjör á opnunarhátíð Selfosshallarinnar