Þín skoðun skiptir máli!

Það skiptir máli sem þátttakandi og íbúi í samfélagi að tjá sína skoðun í því skyni að móta samfélag þar sem þörfum allra er mætt. Góður maður sagði eitt sinn það skiptir öllu máli að hlusta til að öðlast dýpri þekkingu á viðfangsefninu og átta sig á hvar áskoranirnar liggja.

Það er það sem við í Framsókn ætlum okkur að gera og við viljum fá að heyra ykkar skoðanir og þannig getum við unnið betur að ykkar hagsmunum. Fjárfesting í fólki er það sem Framsókn brennur fyrir og ætlar sér að gera áfram en til þess þarf allt samfélagið að koma að. Við viljum byggja upp eftirsóknarvert sveitarfélag til búsetu fyrir alla aldurshópa þar sem grunnþjónusta þess er til fyrirmyndar og hnökralaus.

Við bjóðum ykkur að taka þátt í að móta Árborg okkar allra og hvetjum til mætingar á málefnafundi Framsóknar í þessari viku, en miðvikudaginn 6. apríl kl. 19:45 skiptum við liði og verðum bæði á efri hæðinni á Stað, Eyrarbakka og í Barnaskólanum á Stokkseyri. Þá verðum við í Framsókn einnig með opinn málefnafund fimmtudagskvöldið 7. apríl n.k. kl. 20:00 í Tryggvaskála á Selfossi.

Hlökkum til að sjá ykkur og heyra hvað á ykkur brennur!

Ellý Tómasdóttir
2. sæti á lista Framsóknar í Árborg

Fyrri greinNý stjórn Votlendissjóðs
Næsta grein„Það var eitthvað alvarlega rangt að gerast í líkamanum“