Þakkarbréf frá Sunnulækjarskóla

Frá góðgerðarmarkaðnum í Sunnulækjarskóla. sunnlenska.is/Guðmundur Karl
Sunnulækjarskóli þakkar ykkur öllum sem styrktu okkur á góðgerðardögunum sem voru haldnir 5. til 7. desember.
 
Ágóði góðgerðadagana rennur til góðgerðamála í nærsamfélaginu. Á þessu ári varð Björgunarfélag Árborgar fyrir valinu og varð afrakstur Góðgerðadaganna 1.503.274 kr. Fulltrúar Björgunarfélags Árborgar mættu svo í Sunnulækjarskóla fimmtudaginn 13. desember og fengu peningagjöfina afhenta.
 
Þetta væri þó ekki hægt án stuðnings frá fyrirtækjum í nærsamfélaginu. Því viljum við senda ykkar okkar bestu þakkir fyrir stuðninginn og óska ykkur gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.
Fyrri greinBríet er skref í rétta átt á landsbyggðinni
Næsta greinVegfarendur beðnir um að vera ekki á ferðinni