Svandís Kandís: Garður jólanna

Ég vil þakka Árborg fyrir það frábæra framtak að hafa Garð jólanna á Selfossi og einnig vil ég þakka söluaðilum fyrir jákvæðni og frábæra viðkynningu.

Aðstaðan var til fyrirmyndar þar sem börnin gátu leikið sér án þess að hafa áhyggjur af bílaumferð og það var flutt lifandi tónlist alla dagana af hæfileikaríku tónlistarfólki. Það tekur alltaf tíma að byggja upp og ég er þess fullviss um að eftir fáein ár verður það að föstum viðburði hjá sunnlendingum að kíkja í Garð jólanna á aðventunni.

Að nýta Miðbæjargarðinn eins og var gert í sumar og á aðventunni er frábært framtak og hlakka ég til ársins 2012 að fá að taka þátt í uppbyggingu þeirra menningarviðburða sem haldnir verða í Miðbæjargarðinum.

Með kveðju,
Svandís Kandís