Stjórnendur SS á Hvolsvelli eiga heiður skilinn

Seljavallalaug. Ljósmynd/Aðsend

Í framhaldi af grein sem birtist á sunnlenska.is þann 9. október 2023 langar mig að koma eftirfarandi á framfæri.

Það eru kærar þakkir til Sláturfélags Suðurlands sem hefur í þrígang stutt Vini Seljavallalaugar með höfðinglegum styrkjum varðandi afmælishátíðir sem haldnar hafa verið. Fyrst á 75 ára afmælishátíð Laugarinnar árið 1998. Næst árið 2003 á 80 ára hátíðinni og nú síðast á 100 ára afmælinu sem haldið var uppá þann 12. ágúst 2023.

Í fyrstu tvö skiptin gaf SS okkur allan veislukostinn og nú í sumar fengum við 50% afslátt af grillkjötinu. Öll samskipti varðandi þessar hátíðir voru mjög góð. Við Vinir Seljavallalaugar viljum þakka Sláturfélagi Suðurlands allan þennan stuðning.

27. október 2023
Fyrir hönd Vina Seljavallalaugar
Páll Andrésson

Fyrri greinHeiðar og Ingi Rafn aðstoða Bjarna
Næsta grein„Auðveldara að fara í sokkana“