Sjúkraflutningamenn: Þakkir

Félag sjúkraflutningamanna í Árnessýslu vill koma á framfæri kærum þökkum til þeirra sem gerðu okkur kleift að gefa út dagatal fyrir árið 2012.

Án ykkar stuðnings hefði okkur ekki verið fært að styrkja tvær fjölskyldur langveikra barna um sitt hvorar 200 þúsund krónurnar.

Þessir aðilar eru: Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Bakkaverk ehf jarðvinnuverktakar Skúli Helgason, Guðmundur Tyrfingsson, Offroad Iceland, AB-skálinn, Olís, Pitstop hjólbarðaþjónusta, Jeppasmiðjan Ljónsstöðum og Hlöllabátar.

Einnig viljum við þakka Prentverk Selfoss fyrir lipra og góða þjónustu.

Íslandsbanki, viðskiptabanki okkar, fær einnig þakkir fyrir lipurð og góða þjónustu og fyrir að færa börnunum gjafir. Björgunarfélag Árborgar fyrir að færa fjölskyldunum áramótaflugelda, Rakarastofa Leifs Österby – Österby sport fyrir að gefa börnunum klippingu, Hárgreiðslustofan Bylgjur og Bartar – Arna Árnadóttir fyrir að gefa systkinum barnanna klippingu og að sjálfsögðu þeim fjölmörgu sem keyptu af okkur dagatalið og gerðu okkur þar með kleift að veita svo rausnalegan styrk.

Félag sjúkraflutningamanna er þegar farið að spá í dagatal næsta árs og treystum við á ykkar stuðning í því verkefni.

Félagsmenn óska öllum sem gerðu okkur fært að ljúka þessu verkefni með sóma, sem og Sunnlendingum öllum gleðilegs árs og friðar.

Stefán Pétursson.