Sæbjörg Lára: Þitt atkvæði skiptir máli!

Við búum í lýðræðislegu samfélagi þar sem rödd okkar allra skiptir máli og þurfum að nota hana til að hafa áhrif á samfélagið sem við búum.

Ungt fólk kýs síður en aðrir aldurshópar, en samkvæmt hagstofu Íslands skila atkvæði 18-24 ára sér síst á kjörstað. Hvert atkvæði er svo gríðarlega mikilvægt og hafa stök atkvæði skilið á milli flokka.

Við búum hérna öll saman og eigum að hafa eitthvað um hlutina að segja. Með því að kjósa ertu að segja okkur hvernig þú vilt að þitt bæjarfélag sé. Með atkvæðinu þínu hefur þú áhrif á húsnæðismálin, hvernig hús eru byggð og fyrir hvaða aldurshópa. Þú hefur áhrif á hvaða þjónustu við bjóðum öldruðum og fötluðum upp á. Þú hefur áhrif á hvernig við þjónustum fjölskyldur, þú hefur áhrif á leikskólamál, skólamál og tómstundastyrki. Þú hefur áhrif á umhverfið, hvernig útlit bæjarins er og hvernig götur bæjarins eru. Þú hefur áhrif á atvinnulífið, hvernig við tökum á móti nýjum fyrirtækjum í bæinn og aukum atvinnutækifæri.

Margt frambærilegt fólki er á framboðslistum til sveitarstjórnarkosninganna nú í vor sem vill gera samfélagið okkar enn betra.

Taktu ákvörðun hvernig þú vilt að þitt bæjarfélag verði með því að kjósa.

Ungt fólk hefur rödd sem skiptir máli! Þín rödd skiptir máli. Ég hvet þig til að mæta á kjörstað og kjósa!

Sæbjörg Lára Másdóttir,
skipar 4. sæti á B-lista Frjálsra með Framsókn í Hveragerðisbæ.

Fyrri greinRichard framlengir við Selfoss
Næsta grein„Ég er ótrúlega ánægður með þær“