Mótsagnir í aðdraganda kosninga

Spennandi kosningabarátta fer nú fram í Svf. Árborg og tekist er á um ýmis málefni eins og vera ber. Í þessari baráttu hefur þó reyndar ýmislegt vakið furðu mína, þá sér í lagi mótsagnir sem fram koma í orðum og kosningarloforðum.

Gjaldfrjáls þjónusta og ekki gjaldfrjáls þjónusta
Ekki er langt síðan meirihlutinn í Árborg ákvað með bókun á bæjarstjórnarfundi að áfram yrði tekið gjald af akstursþjónustu fyrir fötluð börn í Árborg þrátt fyrir tillögu sem lá fyrir um að gera þjónustuna gjaldfrjálsa. Rök fyrir ákvörðuninni voru meðal annars þau að meiri virðing væri borin fyrir þjónustu sem greitt er fyrir. Stuttu síðar sé ég í útgefnu efni loforð um gjaldfrjálsa kennslu í leikskólum, gjaldfrjálsar skólamáltíðir, sértækar þjónustutryggingar og aukningu á stuðningi við börn með fötlun og fjölskyldur þeirra. Ef þessi loforð eru eitthvað meira en bara fögur fyrirheit til að laða að kjósendur af hverju var þá ekki unnt tryggja fötluðum börnum í sveitarfélaginu gjaldfrjálsa akstursþjónustu?

Ég treysti forystu D-lista Árborgar og fjölbreyttu teymi listans til að vinna heiðarlega og af heilum hug í þágu allra íbúa Árborgar. Í þessari kosningabaráttu er ég stolt af því að við í D-listanum settum aðeins fram fyrirheit og loforð sem við teljum okkur geta staðið við.

Mig langar að hvetja þig til að taka þátt og kjósa þann 14. maí því þú skiptir máli.

Helga Lind Pálsdóttir,
6. sæti D-lista Árborgar.

Fyrri greinIngimar ráðinn aðstoðarþjálfari
Næsta greinVantar svo mikið að fá fleiri stelpur inn í þennan bransa