Það var sannkölluð hátíðarstemning í Sundhöll Selfoss í byrjun desember þegar Vatn og heilsa hélt árlega jólatíma sína. Allir iðkendur voru hvattir til að mæta í jólalegum múnderingum og létu þau það ekki á sig standa. Það mátti sjá ótal skrautleg höfuðföt og skart hjá iðkendum sem tóku þátt í fjörugri vantsleikfimi sem skilaði bæði gleði og góðri hreyfingu.
Vatn og heilsa er vatnsleikfimi fyrirtæki þar sem yfir 160 iðkendur á öllum aldri mæta til að efla heilsu sína, styrk og vellíðan í hlýju og notalegu umhverfi í Sundhöll Selfoss. Hjá fyrirtækinu starfa 9 reynslumiklir þjálfarar sem leiða tímana af mikilli fagmennsku þar sem þeir leggja mikinn metnað í að skapa jákvætt andrúmsloft sem allir finna sig velkomna og geta stundað hreyfingu í góðum félagsskap.
Vatn og heilsa þakkar þjálfurum og iðkendum sínum fyrir frábæra haustönn og óskar öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Hlökkum til að eiga saman góðar stundir í lauginni á nýju ári.
Jólasundkveðjur,
Aníta Þorgerður Tryggvadóttir og Stella Rúnarsdóttir


