Johanna Budwig og meðferð hennar við gigt, hjartasjúkdómum, krabbameini og öðrum sjúkdómum

Heiðar Ragnarsson. Ljósmynd/Aðsend

Johanna Budwig var dr. í lífefnafræði og læknir og var tilnefnd til Nobelsverðlauna alls sjö sinnum. Það er nokkuð góð sönnun fyrir því að hún hafi verið framúrskarandi vísindamaður.

Það hafði verið þekkt áður en hún kom til sögunnar að fita væri mikilvæg fyrir efnaskipti líkamans, en hún gerði viðamiklar rannsóknir á hvaða olíur virkuðu best og hún komst að því að hverskonar kaldhreinsaðar jurtaolíur virkuðu vel en hörfræolía þó albest og síðar komst hún að því að með því að blanda hörfræolíunni við kotasælu þá jókst súrefnisupptaka frumna líkamans verulega, en það er í raun grundvöllurinn að heilbrigði fólks (og dýra).

Johanna sagði að í raun fáum við alla okkar orku frá sólinni annað hvort beint með sólskini eða óbeint í gegnum matvæli sem verða til fyrir tilstuðlan sólarinnar. Með því að taka blöndu hennar af kotasælu og hörfræolíu lagast margt í líkamsstarfseminni. Hún sagði t.d. frá því að til hennar leituðu ung hjón sem áttu í erfiðleikum með að eignast barn. Hún benti þeim á kotasælu og hörfræolíu og innan við ári síðar fékk hún bréf frá þeim og þar í var mynd af nýfæddu barni þeirra.

Það eru til margar sögur um fólk sem læknast hefur af krabbameini með aðferð Johanna Budwig. Hér kemur ein slík í mjög styttri útgáfu: William er 72 ára. Fyrir 10 árum var hann greindur með krabbamein í brisi og þegar skurðlæknir ætlaði að gera aðgerð á honum sá hann að meinið hafði dreift sér um nærliggjandi líffæri, hann sá því að hann gæti aldrei fjarlægt allt meinið og reyndi það ekki en tók þó smá prufu til rannsókna sem staðfestu að um krabbamein væri að ræða (adenocarcinoma). William var sagt að staðan væri þannig að hann ætti vart ólifað nema þrjá mánuði. Hann og konan hans gáfust þó ekki upp en byrjuðu náttúrulegar meðferðir, Hann byrjaði strax á að drekka 6 glös af nýkreistum grænmetissafa á dag, hann tók líka inn Leatrile (B17 vítamín unnið úr aprikosu steinum), C-vítamin og kotasælu með hörfræolíu þrisvar sinnum á dag. Rúmu einu og hálfu ári síðar var hann mun betri og blóðprufa var langt undir hættumörkum.

Þegar þessi frásögn var skráð 10 árum eftir að hann veiktist er hann enn við góða heilsu! Ekki slæmt miðað við að læknar töldu hann eiga 3 mánuði ólifaða 10 árum áður.

Uppskrift að kúrnum eru mismunandi en flestir sem taka hann taka 3 kúfaðar matskeiðar af kotasælu (má blanda meða hreinni jógúrt) og blanda þar út í 1 matskeið af hörfræolíu. Þetta er hrært vel saman annaðhvort með handþeytara, töfrasprota eða í blandara. Það má blanda í þetta smávegis af ferskum berjum eða ávöxtum og nýmöluðum hörfræjum. Þetta má taka tvisvar á dag (jafnvel þrisvar) og svo er gott að fylgja hreinu og góðu matarræði og m.a. að sleppa viðbættum sykri og forðast hvítt hveiti, sömuleiðis að forðast allt djúpsteikt og sterkan mat alla vega fyrstu mánuðina. Gott er að drekka ferska nýpressaða safa úr grænmeti t.d. gulrótarsafa. Svo er auðvitað gott að stunda gönguferðir ef viðkomandi getur það, best er að ganga rösklega þannig að öndun örvist en það þarf ekki að vera löng ganga 15–20 mínútur eru alveg nóg 4 til 6 daga í viku.

Ég enda þessa grein á nafni á bók sem Harry Hoxsey skrifaði og hét Þú þarft ekki að deyja, en hann fékkst lengi við meðferðir gegn krabbameini.

Heiðar Ragnarsson
Höfundur er matreiðslumaður, en fæst líka við augnlestur og heilsuráðgjöf, nudd, svæðanudd og dáleiðslu

Fyrri greinNýtt lag frá Karitas Hörpu
Næsta greinManni bjargað úr Laugarvatni