Íbúar á Stokkseyri eru ekki sáttir við ástandið á húsinu Stjörnusteinum í hjarta þorpsins. Sunnlenska.is fékk þessar myndir sendar frá lesanda undir yfirskriftinni „Húsið er að gráta…“.
Húsið Stjörnusteinar var skólastjórabústaður á Stokkseyri hér áður fyrr og hýsti síðar starfsemi frístundar hjá Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri til ársins 2010. Húsnæðið er í eigu ríkisins en Sveitarfélagið Árborg á bílskúrinn.


