Hafdísi Hrönn í 3. sæti

Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, lögfræðingur, sækist eftir 3. sæti á lista Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar.

Hafdís hefur starfað með Framsóknarfélagi Árborgar til nokkurra ára og síðustu ár í stjórn og verið virk í starfinu. Hún brennur fyrir atvinnu og atvinnuuppbyggingu á Suðurlandi, einnig er henni annt um öryggi borgaranna, réttarkerfið og mannréttindi. Hafdís vill örugga löggæslu, trygga málsmeðferð og greiðan aðgang að dómstólum fyrir alla.

Hafdís er kraftmikil og stendur sig vel í þeim störfum sem hún tekur að sér.

Ég hvet Framsóknarfólk á Suðurlandi til að styðja Hafdísi Hrönn í 3. sætið.

Anný Björk Guðmundsdóttir,
rekstrarstjóri og stjórnarmaður í Framsóknarfélagi Árborgar

Fyrri greinHeyrúlluplast endurunnið í Hveragerði
Næsta greinMissir – sumarsýning í Húsinu á Eyrarbakka