Guðfinna Gunnars: Mjúku málin eiga að vera hörðu málin

Svokölluð mjúk mál verða oft útundan í orðræðunni. Það er auðveldara að tala um hús og götur og rör.

En við viljum gera mjúku málin að hörðum málum og taka samtal við fólkið sem vinnur í skólunum okkar, sinnir umönnun og þá sem halda utan um málefni þeirra sem brothættastir eru í okkar samfélagi.

Við viljum að fólk sé í fyrirrúmi, að við séum sveigjanleg og opin fyrir nýjungum og að við bregðumst hraðar við þegar eitthvað bjátar á.

Það er hægt að gera með opnari og aðgengilegri stjórnsýslu sem eykur aðgengi að þjónustu.

Það er hægt að gera með því að bjóða upp á sveigjanlegri opnunartíma leikskóla og breyttri hugsun varðandi vinnutíma starfsfólks í umönnunarstörfum.

Það er hægt að gera með því að auka við sérfræðiaðstoð innan veggja skólanna, sálfræðiþjónustu, náms- og starfsráðgjöf, iðjuþjálfa, þroskaþjálfa og svo framvegis.

Það er hægt að gera með því að setja fram geðheilbrigðisstefnu sem nær til allra íbúa og allra aldurshópa sem og starfsfólks sveitarfélagsins.

Það er hægt með því að gera boðleiðir betri og auðvelda íbúum aðgengi að þeirri þjónustu sem hentar með skilvirkari upplýsingagjöf.

Það er hægt með því að huga að jafnrétti, jafnrétti til náms og tómstundaiðkunar í öllu sveitarfélaginu.

Það er hægt með því að vera ákveðin í að grípa þá sem þurfa á aðstoð að halda og hjálpa þeim áfram.

Vinnum saman að velferð – gerum mjúku málin að hörðu málunum

Áfram Árborg.

Guðfinna Gunnarsdóttir,
skipar 4. sæti á lista Áfram Árborg

Fyrri greinTveggja milljarða króna framkvæmd á Edenreitnum
Næsta greinMagnús Karel segir frá húsunum á Bakkanum