Grímsnes- og Grafningshreppur er fjölmennasta sveitarfélag á Suðurlandi

Samtök Sunnlenskra sveitarfélaga hafa gert stutta og mjög góða samantekt á fjölda sumarhúsa á Íslandi og á þróun fjölda þeirra.

Í árslok 2013 voru skráð 12.574 sumarhús á Íslandi.

51% af heildarfjölda sumarhúsa er á Suðurlandi og af þeim eru langflest í Grímsnes- og Grafningshreppi eða 2.642, sem er 21% af heildarfjölda sumarhúsa á landinu.

Á eftir Grímsnes og Grafningshreppi eru 15% í Bláskógabyggð, þessi tvö sveitarfélög skera sig alveg úr er varðar fjölda sumarhúsa.

Samsetning íbúa í Grímsnes- og Grafningshrepp er einstök.

Ef horft er til íbúafjölda í sveitarfélaginu (ekki bara þá sem eiga lögheimili) þá er Grímsnes- og Grafningshreppur lang stærsta sveitarfélag á Suðurlandi og eitt það stærsta á Íslandi.

Búsetuþróun á Íslandi hefur verið að breytast mikið síðustu ár og mun halda áfram að gera það hvað sem lög og reglur segja til um.

Í dag er sumarhúsabyggð, heilsársbyggð og búseta sem var fyrir nokkrum árum helgardvöl er það ekki lengur og verður ekki.

Það er okkar í sveitarstjórn að horfa til þessara breytinga og þróa okkar byggð miðað við breyttar forsendur.

Grímsnes og Grafningshreppur er fjölmennasta sveitarfélag á Suðurlandi og mun án efa „formlega“ verða það á næstu árum.

Guðmundur Ármann Pétursson.
Höfundur er sveitarstjórnarmaður.

Samantekt SASS: Sumarhús yfirlit um fjölda

Fyrri greinMaría Ögn og Elvar Örn sigruðu
Næsta greinYfirburðasigur okkar krakka á frábæru móti