Góður árangur er ákvörðun

Til að ná árangri þarf að taka ákvörðun um að ætla sér að ná árangri. Góður árangur hefur náðst í Árborg á kjörtímabilinu sem nú er að ljúka og sést það æa þeirri metnaðarfullu uppbyggingu sem átt hefur sér stað í sveitarfélaginu. Það hefur oft og tíðum þurft kjark og þor til að taka ákvarðanir sem leitt hafa af sér þennan góða árangur.

Íþróttahreyfingin hefur ekki setið auðum höndum á hliðarlínunni heldur hafa unnist glæstir sigrar í kjölfar þess að fólk hefur sameinast um háleit markmið, jafnvel markmið sem einhverjir hafa talið óraunhæf. Þessir glæstu sigrar og gleðistundir hafa fyllt íbúa sveitarfélagsins samkennd og samhug sem enginn mun gleyma sem upplifði. Árangurinn hefur vakið eftirtekt og athygli á Árborg um land allt og út fyrir landsteinana.

Framsókn í Árborg vill halda áfram að taka góðar og kjarkmiklar ákvarðanir til heilla fyrir samfélagið. Þegar kemur að íþróttastarfi í Árborg mun Framsókn styðja við og styrkja enn frekar öflugt barna- og ungmennastarf sem og öflugt afreksstarf en þessar tvær meginstoðir íþróttahreyfingarinnar styðja hvor við aðra. Til þess þarf að efla þjónustusamninga sveitarfélagsins m.a. með það að markmiði að létta undir starfi sjálfboðaliða og efla faglegt starf.

Setjum X við B í kosningunum á morgun. Það er góð ákvörðun og árangursrík.

Gissur Jónsson,
frambjóðandi á lista Framsóknar í Árborg

Fyrri greinMarkalaust í Þorlákshöfn
Næsta greinKostnaður við Selfosshöllina stendur í 1.400 m.kr.