Eldri íbúar, eldri Ár-borgarar!

Þegar einstaklingur fagnar 67 aldursárum telst hann formlega til hóps „eldri borgara“. Eldri borgarar eru fjölbreyttur hópur og það er langt frá því að einstaklingur falli sjálfkrafa inn í einsleitan hóp sem allir hafa sömu þarfir bara við það eitt að verða 67 ára.

Samfélagsleg umræða um aldraða snýst þó gjarnan og oft að mestu leyti um þá eldri borgara sem standa frammi fyrir félagslegum og/eða heilsufarslegum vanda og því úrræðaleysi sem við blasir við íslensku samfélagi. Raunin er sú að margir sem fagnað hafa 67 ára afmælisdegi sínum eru fullfrískir, með fulla vinnugetu, lifa sama lífsstíl og áður, stunda heilsurækt og útivist. Þessi hópur heldur áfram að lifa sínu lífi líkt og það gerði fyrir 67 ára afmælisdaginn sinn.

Þjónusta og tækifæri við hæfi fyrir eldri íbúa sveitarfélagsins
Við sem samfélag eigum að styðja við eldri íbúa sem hafa heilsu og getu með fjölbreyttum félagslegum og heilsueflandi tækifærum, nýta mannauðin, þekkinguna og viskuna sem býr með þessum hóp. Við eigum jafnframt að veita öldruðum sem þurfa á þjónustu að halda góða heilbrigðis- og félagsþjónustu sem stuðlar að því að viðkomandi geti búið við eðlilegt heimilislíf svo lengi sem hægt er auk þess að tryggja nauðsynlega stofnanaþjónustu ef og þegar þess er þörf.

Hvað ætlar D – listinn að gera fyrir okkar eldri íbúa
Við viljum samfélag þar sem eldri íbúar geta notið lífsins á eigin forsendum. D – listinn ætlar að beita sér fyrir góðri þjónustu til eldri borgara. Við munum tryggja fjölbreytta búsetukosti fyrir aldraða og vinna ötullega að betri samþættingu heimahjúkrunar og stuðningsþjónustu sveitarfélagsins. Við viljum auka samráð við eldri íbúa, styðja við öldunagaráð og halda reglulega fundi með félögum eldri borgara í sveitarfélaginu allt kjörtímabilið. Þá munum við í D- listanum fjölga valkostum og tækifærum til heilsueflingar í öllum þéttbýliskjörnum Árborgar.

Með þessu viljum við tryggja að það sé gott að eldast í Árborg okkar allra.

Helga Lind Pálsdóttir,
félagsráðgjafi. Skipar 6. sæti á lista D-listans í Árborg.

Fyrri greinÁ fullri ferð í Flóanum
Næsta greinÚr Bæ í Hús