Eggert Valur: Af bæjarmálum í Árborg

Nú er að verða liðið eitt ár frá sveitarstjórnar-kosningum. Í Árborg fékk D-listi Sjálfstæðismanna hreinan meirihluta, eins og kunnugt er.

Hinn nýji meirhluti hefur vissulega látið til sín taka á ýmsum sviðum og fáu eyrt í þeirri viðleitni sinni til betra samfélags. Það er óhætt að segja að tvö af stærstu og umdeildustu málum sem komið hafa til kasta nýrrar bæjarstjórnar sé annars vegar hugmyndir Sjálfstæðismanna um virkjun Ölfusár við bæjarstæðið á Selfossi og hins vegar að hætta kennslu barna í Sandvíkurskóla og finna húsnæðinu annað og nýtt hlutverk. Nú á dögunum voru formanni bæjarráðs afhentur undirskriftarlisti sem á annað þúsund íbúar á Selfossi höfðu skrifað undir og fram komu skýr mótmæli við fyrirhuguðum flutningum. Það er skoðun undirritaðs þegar svo mikil andstaða er við ákvarðanir bæjaryfirvalda að það sé sjálfsagt og eðlilegt að endurskoða mál frá grunni og leita leiða til sátta.

Hverjir ráða ferðinni?
Meirihluti D lista hefur haft það sem aðalrök í málinu að hugmyndin sé komin frá skólastjórnendum, en ekki þeim sjálfum. Það er ekkert nema gott um það segja að millistjórnendur sveitarfélagsins leiti leiða til hagræðingar í þeim rekstri sem þeir hafa með að gera enda þær kröfur beinlínis gerðar til þeirra við gerð fjárhagsáætlunar sveitarfélagsins en það hlýtur að vera nauðsynlegt að skoða svona stór mál í víðara samhengi skólastarf er ekki einkamál skólastjórnenda eða einstaka bæjarfulltrúa.

Hagsmunir eigendana?
Í greinargerð með 3 ára fjárhagsáætlun meirihluta D lista kom fram að nú loksins væri verið að skila til “eigendanna” eins það var orðað í greinargerðinni að fasteignagjöldin yrðu ekki hækkuð heldur þvert á móti lækkuð og komin tími til að taka tillit til “eigendana” íbúa sveitarfélagsins. Nú er lag að hlusta á að “eigendurna” og taka tillit til þeirra skoðanna þeirra.Þegar kemur að því að hætta að nota Sandvíkurskóla til kennslu hafa íbúarnir talað með skýrum hætti og það verður ekki hjá því komist að hlusta á þá. Breytingar á húsnæðismálum Vallaskóla hafa ekki einungis áhrif á starfsemi skólans heldur hafa þessar breytingar mikil áhrif á starfsemi félagsmiðstöðvarinnar Zelsíus og Pakkhússins,ungmennahúss, sem starfa af miklum krafti í Svf Árborg. Með breytingunum mun opnunartími félagsmiðstöðvanna beggja verða minnkaður sem er mikil afturför í þjónustu sveitarfélagsins við unga fólkið.

Ölfusárvirkjun (Selfossvirkjun)
Nú stendur meirhluti D lista frammi fyrir erfiðu og umdeildu ákvörðun hvort eigi að láta “eigendurna” taka lán hjá lánastofnunum uppá milljónatugi svo hægt verði að láta fara fram mat á umhverfisáhrifum “Ölfusárvirkjunar” einkum vegna þess að ekkert er hendi hvort út úr því kemur jákvæð eða neikvæð niðurstaða. Sú ákvörðun hlýtur að reynast bæjarfulltrúum Sjálfstæðsflokksins erfið á tímum hagræðingar og sparnaðar en hafa verður í huga að þegar hafa verið lagðar sjö milljónir kr í verkefnið peningar sem ekki eru til í sjóðum sveitarfélagsins. Samfylkingin í Árborg hefur sent frá sér ályktun þar sem fram kemur með mjög skýrum hætti andstaða við þessar virkjanahugmyndir meirhluta Sjálfstæðismanna og munu bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar vinna í samræmi við þá ályktun í framhaldi þessa risastóra máls. Svo virðist sem á framvindu málsins síðustu vikur að meirihluti D lista líti svo á að þau “meirihlutinn” telji sig hafa óskorað umboð (eigendana) til þess að halda áfram með verkefnið. Oddviti meirihlutans hefur að undanförnu gert lítið úr þeim hugmyndum manna sem fram hafa komið að undanförnu efna til íbúakosningu um málið og vitnað í lög og reglur í því sambandi. Það verður með öllum tiltækum ráðum að hlífa ímynd byggðarlagsins við eyðileggingu.

Eggert Valur Guðmundsson, bæjarfulltrúi Samfylkingar.

Fyrri greinKerhólsskóli skal hann heita
Næsta greinGuðmunda skorar og skorar