Björgvin G.: Réttlæti í sjávarútvegi

Laugardaginn 19. maí kl. 11 heldur Samfylkingin í Árborg opinn fund með undirrituðum og Ólínu Þorvarðardóttur alþingismanni um fyrirhugaðar breytingar á stjórnkerfi fiskveiða.

Harkalega hefur verið deilt um frumvörp sjávarútvegsráðherra bæði frá hægri og vinstri. Við ætllum á fundinum að freista þess að kryfja til mergjar út á hvað breytingarnar ganga í raun. Hver eiginlegt auðlindagjald verður og hvernig þessar breytingar tryggja þjóðareign á auðlindinni og réttlæti við nýtingu hennar.

Markmiðið með breytingunum er fyrst og fremst að tryggja þjóðareignina, taka hóflegt en raunverulegt gjald fyrir nýtinguna og opna kerfið fyrir nýliðun. Allt þetta og önnur stór mál til umræðu á fundinum. Hvet ég alla áhugasama til að mæta á fundinn og rökræða málið við okkur Ólínu sem á sæti í atvinnuveganefnd þingsins.

Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður allsherjar-og menntamálanefndar Alþingis.

Fyrri greinHundar hittast í bæjargarðinum
Næsta greinSkjálftavaktin og Skuggabandið í Hvíta í kvöld