Bergsteinn í Set: Stoltur af starfsfólkinu

Eftir brunann í Set í dag er ég þakklátur fyrir að eldhafið náði ekki að breiðast út í aðrar byggingar því þá hefði getað farið verr.

Ég hef oft verið stoltur af starfsfólki okkar en aldrei eins og í dag, þegar barist var við eldinn og að verja vörubirgðir og byggingar með slökkviliðsmönnum frá fimm slökkviliðum, björgunarsveitarfólki og lögreglu.

Þessi atburður mun ekki raska starfsemi okkar. Útlitið var afar tvísýnt um tíma eftir að eldurinn barst í byggingu 800Bars á örskotsstundu og slökkviliðsmenn urðu frá að hörfa. Segja má að unnið hafi verið þrekvirki af öllum þeim sem þátt tóku í aðgerðunum.

Tjón þeirra 800 manna er mikið og vona ég að það fáist bætt að fullu. Ég vil þakka öllum þeim aðilum sem komu að björgunar og slökkvistarfi í dag fyrir þeirra hlut.

Þeim Selfyssingum sem urðu fyrir óþægindum af völdum brunans sendi ég mínar bestu kveðjur með von um skilning á óvæntum aðstæðum.

Við búum í góðu bæjarfélagi og stöndum sameinuð í því sem lífið leggur á okkur.

Með bestu kveðju,
Bergsteinn Einarsson

Fyrri greinÞrjár forsíður á Sunnlenska
Næsta greinStórbruni á Selfossi – MYNDIR