Bensi: Forvarnir í Rangárþingi eystra

Forvarnarhópur Rangárþings eystra er farinn að huga að vetrinum.

Hópurinn samanstendur af fulltrúum félagsþjónustunnar, lögreglu, grunnskóla, heilsugæslustöðvarinnar og íþrótta-og æskulýðsfulltrúa.

Á síðasta fundi hópsins var ákveðið að hrinda af stað auglýsingaröð með áminningum til foreldra og barna um ýmis mál. Fyrsta auglýsingin birtist í staðarblaðinu Búkollu og var um útivistartíma. Vikulega fram að jólum mum birtast auglýsingar í blaðinu með einu máli sem hópurinn telur að þurfi að minna á.

Mikilvægt er að foreldrar og forráðamenn átti sig á því hlutverki sem þau gegna sem fyrirmyndir. Gamalt og gott máltæki segir „það læra börnin sem fyrir þeim er haft“ það á svo sannarlega við í þessum málum og verður aldrei úrelt.

Benedikt Benediktsson,
íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Rangárþings eystra

Fyrri greinAfmælishátíð í Barnaskólanum
Næsta greinHeilsusamlegir starfsmenn í SS