Aðstaða til íþróttaiðkunar í Hveragerði

Framsókn vill styðja og efla það íþróttastarf sem fer fram í bæjarfélaginu, nú þarf að hefja samtal við bæjarbúa um hvernig viljum við byggja upp íþróttaumhverfi Hveragerðis til framtíðar enda stöndum við á tímamótum um ákvörðun um hvernig mannvirki þarf að byggja.

Byggja þarf nýja Hamarshöll til framtíðar fyrir bæjarbúa og finna varanlega lausn, loftborið íþróttahús sem hefur þjónað bæjarbúum seinustu árin fauk, eins og öllum er kunnugt um. Þetta var eina hús sinnar tegundar á Íslandi. Ekkert annað bæjarfélag hefur séð hag sinn í að gera slíkt hið sama. Loftborið íþróttahús sem var í Hveragerði náði ekki að uppfylla þær almennu kröfur sem gerðar eru í dag til íþróttaiðkunar, þar með talið hitastig, lýsingu, hljóðskynjun o.fl.

Það er ljóst að horfa þarf til framtíðar til af fara sem best með fjármuni bæjarins. Nú væri ráð að setjast niður og lyfta íþróttamálum á hærra plan.

Gerum ekki sömu mistökin tvisvar sinnum, byggjum nú til framtíðar.

Halldór Benjamín Hreinsson,
skipar 2 sæti lista Framsóknar í Hveragerði

Fyrri greinRykið dustað af leikfélaginu í FSu
Næsta greinKonungskaffi opnar eftir páska