Þakkir frá sjúkraflutningamönnum

Okkur sjúkraflutningamönnum í Árnessýslu langar að koma á framfæri kæru þakklæti til allra þeirra sem studdu við bakið á okkur vegna útgáfu og sölu dagatals okkar fyrir árið 2014.

Sérstaklega viljum við þakka styrktaraðilum okkar stuðninginn, en þeir eru eftirfarandi: Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Jeppasmiðjan, B.R flutningar, Olís, Bakkaverk ehf, Árvirkinn, AB skálinn, Sólning og Íslandsbanki.

Eins viljum við þakka þeim fyrirtækjum og einstaklingum sem lögðu til gjafir kærlega fyrir, en það eru eftirfarandi: Tommi og Fannar í Tryggvaskála, sem gáfu gjafabréf í Tryggvaskála. Bylgjur og bartar sem gáfu gjafabréf í klippingu fyrir alla fjölskyldumeðlimi. Bónus sem gaf gjafabréf í verslun. Nettó sem gaf ostakörfur. Björgunarfélag Árborgar sem gaf flugeldapakka. Íslandsbanki sem gaf leikhúsmiða og færði öllum börnunum og unglingunum glaðning frá bankanum.

Okkur langar líka að færa þeim Önnu Sigríði Markúsdóttur og Birnu Maríu Þorbjörnsdóttur hjá Íslandsbanka sérstakt þakklæti fyrir þolinmæði og jákvæðni í okkar garð.

Einnig fær Laufey Ósk Magnúsdóttir hjá Stúdíó stund fyrir myndatöku á dagatalinu.

Eins viljum við færa Hvítasunnusöfnuðinum á Selfossi kærar þakkir fyrir rausnarlegt framlag þeirra.

Við viljum líka færa þeim félögum Tomma og Fannari hjá Kaffi krús sérstakar þakkir fyrir dagatalið sem þeir keyptu á uppboði, og einnig Þórði Njálssyni bílstjóra hjá G-Tyrfingssyni, en hann lét sitt boð í dagatalið standa.

Eins viljum við færa starfsfólki Suðurland FM kærar þakkir fyrir þolinmæðina og umfjöllunina sem við fengum. Á engan er hallað þegar við þökkum Gulla G sérstaklega fyrir hans þátt í þessu öllu.

Að lokum viljum við svo færa ykkur öllum sem keyptuð dagatal kærar þakkir, án ykkar hefði þetta aldrei verið gerlegt.

Félag sjúkraflutningamanna í Árnessýslu óskar ykkur öllum gleði og friðar á nýju ári og megi nýja árið verða ykkur óhappa og slysalaust.

Fyrir hönd félagsmanna,
Stefán Pétursson,
formaður Félags sjúkraflutningamanna í Árnessýslu.

Fyrri greinVilja fleiri ferðir skólabíla
Næsta greinSegja engar vanefndir af hálfu leigusala