Réttardagur í Hreppum

Fjölmenni var í Skaftholtsréttum og Hrunaréttum í síðustu viku en ljósmyndari sunnlenska.is myndaði menn og kindur.

Það viðraði vel á fólk og fé í uppsveitunum þennan réttardag en myndirnar tala sínu máli og þær má skoða í myndasafni hér til hægri.

Í dag verður réttað í Grafarrétt í Skaftártungu, Heiðarbæjarrétt í Þingvallasveit, Húsmúlarétt við Kolviðarhól og í Reyðarvatnsréttir á Rangárvöllum.

Á morgun er réttað í Haldréttum á Holtamannaafrétti, Fljótshlíðarrétt og Selvogsrétt.

Á mánudag verður réttað í Selflatarrétt í Grafningi en 100 ár eru frá því réttin var tekin í notkun. Sama dag eru Ölfusréttir og sunnlenskum réttum lýkur í Landréttum við Áfangagil á fimmtudag.

Attached files

Fyrri greinAuðveldur sigur hjá Hamri
Næsta greinRokksveifla í Réttinni