Myndir: Kyndilberar sunnlenskrar knattspyrnu

Það var mögnuð stemmning á Laugardalsvellinum síðastliðinn laugardag þegar Selfoss og Stjarnan mættust í úrslitaleik Borgunarbikars kvenna í knattspyrnu.

Þrátt fyrir 4-0 tap geta Selfyssingar borið höfðuðið hátt en hið unga lið Selfoss var að leika sinn fyrsta úrslitaleik og er svo sannarlega kyndilberi sunnlenskrar knattspyrnu þetta árið.

Selfyssingar tóku daginn snemma og söfnuðust saman á Hótel Selfossi en þaðan var lagt upp í hópferð á grænum rútum frá Guðmundi Tyrfingssyni. Það þarf ekki að taka það fram að þeir 1.400 stuðningsmenn Selfoss sem mættu á leikinn áttu gjörsamlega stúkuna og stuðningsmenn Stjörnunnar máttu sín lítils gegn þeim. Aðsóknarmet var slegið á bikarúrslitaleiknum en áhorfendur voru 2.011 talsins.

Í leikslok klöppuðu Selfyssingar vel og lengi og sungu fyrir liðið sitt áður en haldið var aftur austur fyrir fjall þar sem silfurliðið fékk hlýjar móttökur.

Svipmyndir frá deginum má sjá hér að neðan.


Allar myndir © Guðmundur Karl

Fyrri greinGáfu HSu fæðingarrúm og afhjúpuðu veggteppi
Næsta greinHSu og HNLFÍ gera samning um geðheilbrigðis-þjónustu