Landsmótsmyndir: Fimmtudagur

Leturstærð: Decrease font Enlarge font
image Guðríður Aadnegard, formaður HSK, mundar haglabyssuna á skotsvæði SFS. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Keppni á 27. Landsmóti UMFÍ hófst í gær á Selfossi með keppni í skeet, borðtennis, badminton og handbolta.

Myndir frá fyrsta keppnisdegi má sjá í albúmi hér hægra megin á síðunni.

Heimamenn í HSK báru sigur úr býtum í borðtennis í sameiginlegri stigakeppni í karla- og kvennaflokki. Bergrún Linda Björgvinsdóttir fór fyrir sínu liði en hún varð landsmótsmeistari í kvennaflokki.

Í dag er mikið um að vera á mótinu og keppt í fjölmörgum greinum. Keppni hefst fyrir hádegi og lýkur ekki fyrr en undir kvöldmatarleytið. Á meðal keppnisgreina dagsins má nefna Körfuknattleik, bridds, skotfimi, hestaíþróttir, boccia, frjálsar íþróttir, gróðursetning, skák, júdó og handknattleik.

Formleg setning mótsins verður í kvöld og hefst hún klukkan 21.

Nánari upplýsingar kaup á ljósmyndum frá mótinu má nálgast með því að senda póst á gk@sunnlenska.is

  • email Senda frétt
  • print Prentvæn útgáfa
  • Plain text Einfaldur texti
Image gallery