Hjalti sýnir á Kaffi Klassík

Verk eftir Hjalta Vignis, ljósmyndanema frá Þorlákshöfn, er nú til sýnis á Kaffi Klassík í Kringlunni í Reykjavík.

Verkið heitir Réttur og er partur af lokaverkefni Hjalta í ljósmyndun í Tækniskólanum.

„Frá því að efnahagshrunið átti sér stað í október árið 2008 hafa æ fleiri fjölskyldur á Íslandi þurft að þola það að búa við bág kjör. Með verkinu er ég að koma á framfæri minni sýn á það að allir þjóðfélagsþegnar, óháð aldri, litarhætti og bakgrunni, eiga skilið sama rétt og næsti maður,“ sagði Hjalti í samtali við sunnlenska.is.

Verkið samanstendur af 24 myndum og verður til sýnis á Kaffi Klassík næstu vikurnar.

Fyrri greinFjölbreytt dagskrá í jarðvangsviku
Næsta greinNáttúran.is fékk Kuðunginn