Unnur Birna í Listasafni Íslands

Leturstærð: Decrease font Enlarge font
image Unnur Birna. Ljósmynd/Lilja Björk Runólfsdóttir

Söngkonan, fiðuleikarinn og lagasmiðurinn Unnur Birna mun flytja uppáhaldsjazzlögin sín í bland við frumsamið efni á tónleikum í Listasafni Íslands við Fríkirkjuveg í Reykjavík fimmtudaginn 2. ágúst kl. 17:15.

Með henni leika Sigurgeir Skafti Flosason á bassa og Björn Thoroddsen á gítar.

Tónleikarnir verða á efstu hæð listasafnsins og verður barinn opinn.  Aðgangseyrir er 1.800 krónur.

Tónleikarnir eru hluti af tónleikaröðinni Freyjujazz en tónleikaröðin var valinn tónlistarviðburður ársins í flokki jazz- og blústónlistar á Íslensku tónlistarverðlaununum 2017.

  • email Senda frétt
  • print Prentvæn útgáfa
  • Plain text Einfaldur texti