Kiljan í kirkjunni í Strandarkirkju

Leturstærð: Decrease font Enlarge font
image Hildigunnur Einarsdóttir, mezzósópran.

Kiljan í kirkjunni er yfirskrift næstu tónleika á tónlistarhátíðinni Englar og menn í Strandarkirkju í Selvogi sunnudaginn 5. ágúst klukkan 14:00.

Þar koma fram Hildigunnur Einarsdóttir mezzósópran, Jón Svavar Jósefsson barítón og með þeim leikur Guðrún Dalía Salómonsdóttir á píanó og orgel. Þau flytja dagskrá helgaða Halldóri Kiljan Laxness. Flutt verða m.a. lög eftir Jórunni Viðar, Þorkel Sigurbjörnsson og Jón Ásgeirsson.

Aðgangseyrir að tónleikunum er kr. 2.900 og miðasala er við innganginn.

  • email Senda frétt
  • print Prentvæn útgáfa
  • Plain text Einfaldur texti