Hanna Þóra og Hanna Dóra í Strandarkirkju

„Heyr mína bæn“ er yfirskrift næstu tónleika á Tónlistarhátíðinni Englar og menn í Strandarkirkju í Selvogi sunnudaginn 22. júlí næstkomandi klukkan 14:00.

​Þar koma fram söngkonurnar Hanna Þóra Guðbrandsdóttir sópran og Hanna Dóra Sturludóttir mezzósópran og með þeim leikur Ástvaldur Traustason organisti og píanóleikari á orgel og harmonikku. Á efnisskránni eru einsöngslög og dúettar, Maríubænir og ýmis verk sem tengjast trú og tilfinningum.

Aðgangseyrir er kr. 2.900. Miðasala er við innganginn en tónleikarnir eru um klukkustundar langir.

Tónlistarhátíðin Englar og menn er nú haldin í sjöunda sinn og stendur yfir frá 1. júlí til 12. ágúst. Um er að ræða glæsilega sönghátíð líkt og undanfarin ár, þar sem fram koma margir fremstu söngvara og hljóðfæraleikara landsins ásamt ungum og upprennandi söngvurum.

Að sögn Bjargar Þórhallsdóttur, forsvarsmanns hátíðarinnar, hefur hátíðin hefur farið frábærlega vel af stað, fullt hús á öllum tónleikum og tónleikagestir mjög ánægðir.

Fyrri greinSvekkjandi tap – en gott stig
Næsta grein„Við erum allir ósáttir“