Krummi og hinir Alpafuglarnir í listasafninu

Leturstærð: Decrease font Enlarge font
image Ljósmynd/www.krummi.at

Krummi og hinir Alpafuglarnir er austurrísk hljómsveit sem spilar íslenska þjóðlagatónlist í nýrri útsetningu sem einkennist af kímni, frásagnargleði og ástríðu fyrir Íslandi.

Meðlimir hljómsveitarinnar eru allir faglistamenn, fjórir hljóðfæraleikarar og íslensk söngkona, Ellen Freydís Martin.

Hljómsveitin heldur tónleika í Listasafni Árnesinga á miðvikudagskvöldið 4. júlí kl. 20:00. Miðar eru seldir við innganginn á kr. 3.000.

  • email Senda frétt
  • print Prentvæn útgáfa
  • Plain text Einfaldur texti