Miðaldadagur í Þjóðveldisbænum

Sunnudaginn 1. júlí verður Miðaldadagurinn haldinn í Þjóðveldisbænum í Þjórsárdal.

Þar gefst gestum færi á að upplifa og taka þátt í daglegu lífi á miðöldum. Boðið verður upp á bardagasýningu, bogfimi og leikjasýningu. Einnig verða eldsmiðir og silfursmiðir á staðnum, þar sem gestir geta kynnt sér forn vinnubrögð eða keypt minjagrip.

Í tilefni dagsins verður frítt inn í Þjóðveldisbæinn og er fjölskyldufólk hvatt til að taka sunnudagsbíltúrinn upp í Þjórsárdal.

Fyrri greinEitthvað fyrir alla á Landsmóti hestamanna
Næsta greinSigmar ráðinn skipulags- og byggingarfulltrúi í Ölfusi