Ratsjárstöð á Þingvöllum

Á Þingvöllum. Mynd úr safni.

Á morgun, fimmtudaginn 21. júní, leiðir Einar Á. E. Sæmundsen þjóðgarðsvörður gesti um Þingvelli. Viðfangsefnið verður viðvera setuliðs Bandaríkjahers á Þingvöllum í seinna stríði.

Einar komst í samband við Charlie nokkurn fyrrum hermann á Íslandi og í gegnum bréfaskipti fékk Einar einstaka sýn á veru hermanna á Þingvöllum og samskipti við heimamenn.

Gangan hefst klukkan 20:00 frá Gestastofunni við Hakið.

Fólk er hvatt til að taka fimmtudagskvöld frá og skundið á Þingvöll.

Fyrri grein„Það eru nánast allir í fótbolta“
Næsta greinMáni Snær íþróttamaður Hrunamannahrepps